Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 16:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti. epa/Saul Loeb Joe Biden sór rétt í þessu embættiseið og er nú forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris er varaforseti, fyrst kvenna og fyrst svartra Bandaríkjamanna. Fráfarandi forseti var ekki viðstaddur athöfnina en varaforsetinn Mike Pence mætti ásamt eiginkonu sinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47