Bókaútgáfu og viðburði þingmanns sem barðist gegn sigri Bidens aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 09:23 Josh Hawley hefur barist gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur. Win McNamee/Getty Bandaríska hótelkeðjan Loews hefur tilkynnt að hún muni ekki hýsa fjáröflunarsamkomu fyrir bandaríska öldungadeildarþingmanninn Josh Hawley. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur barist hvað harðast gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári yrði staðfestur. Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13