Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2021 18:45 Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu. Getty/Mostafa Bassim Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“ Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48