Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 13:43 Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02