Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 11:16 Donald Trump mætti til Georgíu á mánudaginn en varði miklum tíma í að gagnrýna Repúblikana. AP/Brynn Anderson Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01
Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26