Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 15:21 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skrifar undir viðskiptasamning Bretlands og Evrópusambandsins í Brussel. Samningurinn tók gildi á miðnætti í nótt. Getty/Leon Neal Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01
Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28