Óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki alltaf fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:19 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Friðrik Þór Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira