Íþróttir og skjátími Jón Fannar Árnason skrifar 23. apríl 2020 07:15 Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar