Íþróttir og skjátími Jón Fannar Árnason skrifar 23. apríl 2020 07:15 Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun