Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra Tinna Eik Rakelardóttir skrifar 20. apríl 2020 22:00 Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hafnarfjörður Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu.
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun