„Þetta var mjög svekkjandi“ | Ragnheiður heldur í vonina um úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 22:00 Ragnheiður Júlíusdóttir við Framheimilið í dag. skjáskot/stöð 2 sport „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
„Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00
HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita