Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 13:45 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ætlar sér mögulega að breyta frumvarpinu um ávísanirnar svo Demókratar vilji ekki samþykkja það. AP/Nicholas Kamm Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent