Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:04 Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Vísir/Getty Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. Í Pittsburgh í Pennsylvaníu hefur lögreglan fengið tíu tilkynningar um kosningasvindl. Búið er að ljúka átta málum þar af án ákæru og án þess að þessar tilkynningar hafi verið á rökum reistar. Enginn hefur verið ákærður í Pittsburgh né í Fíladelfíu, tveimur stærstu borgum ríkisins. Alls hafa þrír verið ákærðir fyrir kosningasvik í Pennsylvaníu og allir eru þeir Repúblikanar. Í einu tilfelli reyndi 71 árs gamall maður að greiða atkvæði tvisvar sinnum. Hann kaus á kjördag og mætti svo aftur, með sólgleraugu, og reyndi að kjósa í nafni sonar síns. Í Wisconsin hefur ein kona verið ákærð fyrir kosningasvindl. Hún reyndi að senda inn kjörseðil í nafni eiginmanns síns, sem dó í júlí. Svipaða sögu er að segja frá Michigan, þar sem tveir menn hafa verið ákærðir og báðir fyrir að falsa undirskriftir dætra sinna til að fá eða reyna að senda inn kjörseðla í þeirra nafni. Ræddu við embættismenn í sveifluríkjum Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt Washington Post þar sem blaðamenn hafa rætt við embættismenn í sveifluríkjunum svokölluðu. Embættismenn segja nokkur þeirra fáu tilvika sem hafa komið upp snúast um að stuðningsmenn Trumps hafi ætlað sér að hjálpa honum. Þar á meðal var einn maður í Pennsylvaníu sem reyndi að senda inn kjörseðil í nafni látinnar móður sinnar. Coleman McDonough, yfirmaður lögreglunnar í Pittsburgh, segir að af þeim tíu tilkynningum sem þeim hafi borist, sé búið að loka átta, eins og hefur komið fram áður. Ein er enn til rannsóknar og ein hefur verið send til annars embættis. Allar þessar átta áðurnefndu tilkynningar snerust um það sem McDonough segir vera „alvarlega ásakanir“ um grunsemdir gagnvart starfsmönnum kjörstjórna sem unnu að talningu atkvæða. Þær snerust þó um misskilning þeirra sem tilkynntu á talningarferlinu, kosningalögum eða byggðu á Facebookfærslum sem reyndust rangar. Margar tilkynningar byggja á misskilningi og vanþekkingu Svipaðar sögur er að segja frá öðrum ríkjum, miðað við samantekt WP. Það hafa tiltölulega fáar tilkynningar borist lögreglu um kosningasvindl og flestar þeirra byggja á misskilningi eða fölskum upplýsingum. Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Fólk hafi verið hvatt til að tilkynna svindl og það hafi kvartað yfir hefðbundnum ferlum sem það einfaldlega skyldi ekki. Í Arizona hringdu um tvö þúsund manns inn kvartanir um kosningasvindl í kjölfar kosninganna. Lang flestar þeirra kvartana hafa ekki reynst á rökum reistar. Meirihluti þeirra sneri að sögusögnum um að atkvæðaseðlar sem skrifað væri á með túss væru ógildir. Það er ekki rétt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Í Pittsburgh í Pennsylvaníu hefur lögreglan fengið tíu tilkynningar um kosningasvindl. Búið er að ljúka átta málum þar af án ákæru og án þess að þessar tilkynningar hafi verið á rökum reistar. Enginn hefur verið ákærður í Pittsburgh né í Fíladelfíu, tveimur stærstu borgum ríkisins. Alls hafa þrír verið ákærðir fyrir kosningasvik í Pennsylvaníu og allir eru þeir Repúblikanar. Í einu tilfelli reyndi 71 árs gamall maður að greiða atkvæði tvisvar sinnum. Hann kaus á kjördag og mætti svo aftur, með sólgleraugu, og reyndi að kjósa í nafni sonar síns. Í Wisconsin hefur ein kona verið ákærð fyrir kosningasvindl. Hún reyndi að senda inn kjörseðil í nafni eiginmanns síns, sem dó í júlí. Svipaða sögu er að segja frá Michigan, þar sem tveir menn hafa verið ákærðir og báðir fyrir að falsa undirskriftir dætra sinna til að fá eða reyna að senda inn kjörseðla í þeirra nafni. Ræddu við embættismenn í sveifluríkjum Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt Washington Post þar sem blaðamenn hafa rætt við embættismenn í sveifluríkjunum svokölluðu. Embættismenn segja nokkur þeirra fáu tilvika sem hafa komið upp snúast um að stuðningsmenn Trumps hafi ætlað sér að hjálpa honum. Þar á meðal var einn maður í Pennsylvaníu sem reyndi að senda inn kjörseðil í nafni látinnar móður sinnar. Coleman McDonough, yfirmaður lögreglunnar í Pittsburgh, segir að af þeim tíu tilkynningum sem þeim hafi borist, sé búið að loka átta, eins og hefur komið fram áður. Ein er enn til rannsóknar og ein hefur verið send til annars embættis. Allar þessar átta áðurnefndu tilkynningar snerust um það sem McDonough segir vera „alvarlega ásakanir“ um grunsemdir gagnvart starfsmönnum kjörstjórna sem unnu að talningu atkvæða. Þær snerust þó um misskilning þeirra sem tilkynntu á talningarferlinu, kosningalögum eða byggðu á Facebookfærslum sem reyndust rangar. Margar tilkynningar byggja á misskilningi og vanþekkingu Svipaðar sögur er að segja frá öðrum ríkjum, miðað við samantekt WP. Það hafa tiltölulega fáar tilkynningar borist lögreglu um kosningasvindl og flestar þeirra byggja á misskilningi eða fölskum upplýsingum. Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Fólk hafi verið hvatt til að tilkynna svindl og það hafi kvartað yfir hefðbundnum ferlum sem það einfaldlega skyldi ekki. Í Arizona hringdu um tvö þúsund manns inn kvartanir um kosningasvindl í kjölfar kosninganna. Lang flestar þeirra kvartana hafa ekki reynst á rökum reistar. Meirihluti þeirra sneri að sögusögnum um að atkvæðaseðlar sem skrifað væri á með túss væru ógildir. Það er ekki rétt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36