Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 21:00 Þegar kjörmenn ríkja Bandaríkjanna ljúka atkvæðagreiðslum sínum í kvöld er útlit fyrir að Biden verði með 306 kjörmenn og Trump 232. AP/Susan Walsh Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. Umrædd sex ríki eru Nevada, Arizona, Georgía, Pennsylvanía, Wisconsin og Michigan. Þegar kjörmenn ríkja Bandaríkjanna ljúka atkvæðagreiðslum sínum í kvöld er útlit fyrir að Biden verði með 306 kjörmenn og Trump 232. Niðurstöður kosninganna sjálfra voru á þann veg að Biden fékk 81,3 milljónir atkvæða og Trump 74,2 milljónir. Trump gefur þó í skyn að hann ætli að halda áfram að draga úrslit kosninganna í efa en hann og bandamenn hans hafa höfðað fjölda dómsmála í þessum ríkjum. Sú viðleitni hefur þó engan árangur borið og hefur málunum ítrekað verið vísað frá dómi. Nú um helgina vísaði Hæstiréttur Bandaríkjanna kröfu ríkissaksóknara Texas og annarra ríkja þar sem Repúblikanar eru við völd um að ógilda úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Sú lögsókn var studd af Trump. Enn eitt málið var svo höfðað í Nýju Mexíkó í dag. Það eru þó nokkrar klukkustundir síðan kjörmenn ríkissins veittu Biden atkvæði þeirra. Trump-liðar, og forsetinn sjálfur, halda því fram að hann hafi í raun unnið kosningarnar. Umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann opinberan sigur. Þeir hafa þó ekki fært trúverðugar sannanir fyrir svindli á þeim skala að það myndi snúa niðurstöðunum. Öryggisgæsla var aukin víða vegna atkvæðagreiðslu kjörmanna og í Arizona var atkvæðagreiðslan til að mynda haldin á leynilegum stað. Í Michigan sagði einn ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í dag að hann og aðrir myndum mögulega reyna að stöðva atkvæðagreiðsluna. Hann sagðist ekki útiloka að beita ofbeldi. Leiðtogar Repúblikana í þinginu gripu þau í taumana. Þeir fordæmdu ummæli þingmannsins og vísuðu honum úr öllum nefndum, samkvæmt frétt Washington Post. Kjörmenn Repúblikanaflokksins reyndu þó að komast inn í þinghúsið, til að trufla atkvæðagreiðslu kjörmanna Demókrataflokksins. Lögregluþjónar meinuðu þeim inngöngu. They said that they were the Republican electors there to cast their vote for president. State police declined to let them enter the building or leave votes offered in a manila envelope pic.twitter.com/rNVIwc5ZXC— Riley Beggin (@rbeggin) December 14, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Umrædd sex ríki eru Nevada, Arizona, Georgía, Pennsylvanía, Wisconsin og Michigan. Þegar kjörmenn ríkja Bandaríkjanna ljúka atkvæðagreiðslum sínum í kvöld er útlit fyrir að Biden verði með 306 kjörmenn og Trump 232. Niðurstöður kosninganna sjálfra voru á þann veg að Biden fékk 81,3 milljónir atkvæða og Trump 74,2 milljónir. Trump gefur þó í skyn að hann ætli að halda áfram að draga úrslit kosninganna í efa en hann og bandamenn hans hafa höfðað fjölda dómsmála í þessum ríkjum. Sú viðleitni hefur þó engan árangur borið og hefur málunum ítrekað verið vísað frá dómi. Nú um helgina vísaði Hæstiréttur Bandaríkjanna kröfu ríkissaksóknara Texas og annarra ríkja þar sem Repúblikanar eru við völd um að ógilda úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Sú lögsókn var studd af Trump. Enn eitt málið var svo höfðað í Nýju Mexíkó í dag. Það eru þó nokkrar klukkustundir síðan kjörmenn ríkissins veittu Biden atkvæði þeirra. Trump-liðar, og forsetinn sjálfur, halda því fram að hann hafi í raun unnið kosningarnar. Umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann opinberan sigur. Þeir hafa þó ekki fært trúverðugar sannanir fyrir svindli á þeim skala að það myndi snúa niðurstöðunum. Öryggisgæsla var aukin víða vegna atkvæðagreiðslu kjörmanna og í Arizona var atkvæðagreiðslan til að mynda haldin á leynilegum stað. Í Michigan sagði einn ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í dag að hann og aðrir myndum mögulega reyna að stöðva atkvæðagreiðsluna. Hann sagðist ekki útiloka að beita ofbeldi. Leiðtogar Repúblikana í þinginu gripu þau í taumana. Þeir fordæmdu ummæli þingmannsins og vísuðu honum úr öllum nefndum, samkvæmt frétt Washington Post. Kjörmenn Repúblikanaflokksins reyndu þó að komast inn í þinghúsið, til að trufla atkvæðagreiðslu kjörmanna Demókrataflokksins. Lögregluþjónar meinuðu þeim inngöngu. They said that they were the Republican electors there to cast their vote for president. State police declined to let them enter the building or leave votes offered in a manila envelope pic.twitter.com/rNVIwc5ZXC— Riley Beggin (@rbeggin) December 14, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52
Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52
Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35
Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46