Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:53 Boris Johnson fundaði með Ursulu von der Leyen í gær. Getty/Aaron Chown Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39
Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58