Umhverfisráðherra lokar hálendinu Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 7. desember 2020 09:10 Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun