Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 15:01 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Vísir/Vilhelm Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun. Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér. Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér.
Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33
Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25