Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:06 Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson með fyrstu bókina sína, Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. „Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún. Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún.
Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira