Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 09:50 Antony Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama. AP/Luis Magana Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra. Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. Hann er þar að auki vinur Bidens til margra ára og hans helsti ráðgjafi varðandi erlend málefni. Samkvæmt frétt New York Times er einnig búist við því að Biden muni tilnefna Jake Sullivan sem þjóðaröryggisráðgjafa. Sá er einnig náinn ráðgjafi Bidens var áður í þjóðaröryggisráði hans þegar hann var varaforseti. Bæði Blinken og Sullivan voru harðir gagnrýnendur „Bandaríkin fyrst“ stefnu Donald Trumps, fráfarandi forseta, og sögðu hana skapa tækifæri og tómarúm á alþjóðasviðinu sem andstæðingar Bandaríkjanna hafi nýtt sér. Þá er Biden sagður ætla að skipa Lindu Thomas-Greenfield í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Hún vann einnig áður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Biden hefur þar að auki valið Ron Klain til að sinna gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar hann tekur við embætti þann 20. janúar. Sjá einnig: Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Í grein Washington Post segir að þessar fregnir séu til marks um að Biden ætli að reiða sig á fólk sem starfaði innan ríkisstjórnar Obama. Biden ætlar sér að gera Bandaríkin aftur aðila að Parísarsáttmálanum, stöðva úrgöngu Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og endurbyggja kjarnorkusamkomulagið við Íran. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra. Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. Hann er þar að auki vinur Bidens til margra ára og hans helsti ráðgjafi varðandi erlend málefni. Samkvæmt frétt New York Times er einnig búist við því að Biden muni tilnefna Jake Sullivan sem þjóðaröryggisráðgjafa. Sá er einnig náinn ráðgjafi Bidens var áður í þjóðaröryggisráði hans þegar hann var varaforseti. Bæði Blinken og Sullivan voru harðir gagnrýnendur „Bandaríkin fyrst“ stefnu Donald Trumps, fráfarandi forseta, og sögðu hana skapa tækifæri og tómarúm á alþjóðasviðinu sem andstæðingar Bandaríkjanna hafi nýtt sér. Þá er Biden sagður ætla að skipa Lindu Thomas-Greenfield í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Hún vann einnig áður hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Biden hefur þar að auki valið Ron Klain til að sinna gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar hann tekur við embætti þann 20. janúar. Sjá einnig: Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Í grein Washington Post segir að þessar fregnir séu til marks um að Biden ætli að reiða sig á fólk sem starfaði innan ríkisstjórnar Obama. Biden ætlar sér að gera Bandaríkin aftur aðila að Parísarsáttmálanum, stöðva úrgöngu Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og endurbyggja kjarnorkusamkomulagið við Íran.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50