Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:47 Donald Trump og Chris Christie. Getty/Cheriss May Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira