Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 14:33 Flestir repúblikanar hafa annað hvort lýst stuðningi eða þagað um tilraunir Trump forseta til að breyta úrslitum kosninganna. Mitt Romney (á mynd) og Ben Sasse mótmæltu þeim þó með afgerandi hætti í gær. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira