Svörum kallinu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 20. nóvember 2020 11:02 Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Alþingi Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar