Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 20:36 Á myndbandinu sést hvernig bensínsprengjunni er kastað í gegnum rúðuna á íbúð karlmannsins. Myndband sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja, svokallaður mólótov-kokteill, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Eigandi íbúðarinnar er karlmaður um þrítugt sem birti um helgina á Facebook-síðu sinni myndband af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu, fyrir allra augum, í vel á annan sólarhring en hefur síðan þá verið fjarlægt. Karlmaðurinn var handtekinn á sunnudag eftir birtingu myndbandsins og tekin skýrsla af honum, tvítugum karlmanni sem hann réðst á auk þriðja manns sem tók allt upp á myndband. Á þriðjudagskvöld kviknaði svo eldur í íbúð árásarmannsins. Frá vettvangi brunans í gærkvöldi.Vísir Á myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig einhver klæddur hettupeysu og með rauða derhúfu kastar bensínsprengjunni inn í íbúðina. Slökkviliðið var kallað á vettvang í gærkvöld vegna eldsins og íbúar í fjölbýlishúsinu drifu sig út á bílaplan. Slökkvistarf gekk vel og því lauk á innan við klukkustund. Því mátti þakka að eldurinn í íbúðinni var staðbundinn. Enginn var í íbúðinni þegar slökkvilið mætti á svæðið. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu í dag að bæði málin væru í rannsókn, þ.e. bruninn og líkamsárásin sem birt var myndband af. Talsverðar skemmdir hefðu orðið á íbúðinni en tæknideild ætti eftir að skila bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Ekki væri ljóst hvort um íkveikju væri að ræða eða ekki. Skjáskot úr myndbandinu af árásinni um helgina. Myndbandið af líkamsárásinni um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Reykjavík Tengdar fréttir Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Myndband sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja, svokallaður mólótov-kokteill, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Eigandi íbúðarinnar er karlmaður um þrítugt sem birti um helgina á Facebook-síðu sinni myndband af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu, fyrir allra augum, í vel á annan sólarhring en hefur síðan þá verið fjarlægt. Karlmaðurinn var handtekinn á sunnudag eftir birtingu myndbandsins og tekin skýrsla af honum, tvítugum karlmanni sem hann réðst á auk þriðja manns sem tók allt upp á myndband. Á þriðjudagskvöld kviknaði svo eldur í íbúð árásarmannsins. Frá vettvangi brunans í gærkvöldi.Vísir Á myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig einhver klæddur hettupeysu og með rauða derhúfu kastar bensínsprengjunni inn í íbúðina. Slökkviliðið var kallað á vettvang í gærkvöld vegna eldsins og íbúar í fjölbýlishúsinu drifu sig út á bílaplan. Slökkvistarf gekk vel og því lauk á innan við klukkustund. Því mátti þakka að eldurinn í íbúðinni var staðbundinn. Enginn var í íbúðinni þegar slökkvilið mætti á svæðið. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu í dag að bæði málin væru í rannsókn, þ.e. bruninn og líkamsárásin sem birt var myndband af. Talsverðar skemmdir hefðu orðið á íbúðinni en tæknideild ætti eftir að skila bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Ekki væri ljóst hvort um íkveikju væri að ræða eða ekki. Skjáskot úr myndbandinu af árásinni um helgina. Myndbandið af líkamsárásinni um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli.
Reykjavík Tengdar fréttir Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12
Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02