Innlent

Hval­fjarðar­göng opin á ný

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikil umferðarteppa skapaðist vega lokunarinnar. 
Mikil umferðarteppa skapaðist vega lokunarinnar.  Vísir

Hvalfjarðargöngunum var lokað síðdegis eftir að ekið var á hæðarslár við báða enda ganganna. 

Sveinfríður Högnadóttir hjá Vegagerðinni staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að viðgerð á slánum hafi staðið yfir í nærri fjörutíu mínútur. Viðgerðunum fari að ljúka hvað úr hverju. 

Mikil umferðarteppa hefur myndast við göngin enda margir á ferðalagi þessa helgina. 

„Viðgerðin hefur tekið lengri tíma en búist var við og er vegfarendur beðnir velvirðingar á þessum töfum,“ segir á vef Vegagerðarinnar

Uppfært klukkan 17:26: Búið er að opna fyrir umferð um Hvalfjarðargöng á nýjan leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×