„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2025 14:06 Átakið „Ökum slóðann” er framlag Ferðaklúbbsins 4×4 til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af baráttumálum klúbbsins í gegnum tíðina. Prentuð hafa verið út plaköt á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og kínversku, sem er verið að dreifa, sem víðast. Aðsend Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira