„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2025 14:06 Átakið „Ökum slóðann” er framlag Ferðaklúbbsins 4×4 til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af baráttumálum klúbbsins í gegnum tíðina. Prentuð hafa verið út plaköt á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og kínversku, sem er verið að dreifa, sem víðast. Aðsend Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira