Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júlí 2025 12:03 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi. Þeir munu taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Forstjóri Elkem á Grundartanga sem er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi sagði í kvöldfréttum í gær að samkeppnishæfni fyrirtækisins verði þurrkuð út verði tollarnir að veruleika. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir allt kapp lagt á að koma í veg fyrir tolla með virku samtali við ESB og samstarfi við Norðmenn. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar og verið skýr að ef það verði gripið til verndarráðstafana af hálfu ESB þá eigi það ekki að ná til íslenskra útflytjenda . Við Íslendingar erum þátttakendur á innri markaðnum og það er að okkar mati mikilvægt að það verði ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað ESB. Þessar vörur sem við erum að senda eru mikilvægar fyrir framleiðslu sem á sér stað innan Evrópusambandsins.“ Þorgerður vísar orðum Guðlaugs á bug Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í kvöldfréttum í gær að ekki hafi verið minnst einu orði á mögulega tolla á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í kjölfar heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB hér á landi á dögunum. Þorgerður vísar því alfarið á bug. „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.vísir/ívar „Það sem ég sagði var að það er viðkvæm staða í viðskiptamálum á milli ESB og Íslands og það væru fundir núna á næstunni vegna þessa og að við myndum að sjálfsögðu fara betur yfir þetta. Það kemur á óvart að heyra þetta frá fólki sem bað um fundinn og mætti síðan ekki á fundinn,“ segir hún og vísar þar með til orða Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Guðlaugur Þór mætti á fundinn í stað Diljár. Trúnaðarmál sem hafi nýlega komið raunverulega til umræðu Málið hefur verið á borði utanríkisráðuneytisins með einum eða öðrum hætti frá því í desember en Þorgerður áréttar að áform ESB um verndartollanna hafi ekki orðið formleg fyrr en fyrir skömmu. Guðlaugur gagnrýndi það í gær að stjórnarandstaðan hafi fyrst fengið veður af málinu líkt og þjóðin í gegnum fjölmiðla í Noregi á föstudaginn. „Þetta er ekki formlega tekið fyrir fyrr en núna nýlega. Ég á samtal við viðskiptastjóra Evrópusambandsins 10. júlí og þar er sérstaklega beðið um trúnað á upplýsingum því þetta snertir auðvitað fyrirtæki sem er á markaði og allir sem hafa einhvern skilning á því átta sig á afhverju.“ Yfirvofandi tollar hafi einnig verið til umræðu á fundi Þorgerðar og forsætisráðherra með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á dögunum. „Við fórum mjög skilmerkilega yfir þetta og það leiddi af sér strax í kjölfarið til fundar með framkvæmdastjórninni á miðvikudegi og síðan með sameiginlegu EFTA og ESB nefndinni og þar var fundur á fimmtudaginn. Þegar stjórnarandstaðan var að finna Ursulu von der Leyen allt til foráttu þá benti ég á að þetta væri meðal annars afrakstur heimsóknarinnar að við gætum fengið fleiri tækifæri til að halda uppi mjög skýrum sjónarmiðum Íslands.“ Undirstrikar óvissu og óöryggi í alþjóðamálum Hugsanlegir verndartollar ESB byggjast á undanþáguákvæði í EES-samningnum sem til að mynda nýtt þegar að Ísland beitti gjaldeyrishöftum gegn Evrópusambandinu. Það hefur ekki verið nýtt af hálfu ESB áður að sögn sérfræðings í Evrópurétti. Spurð hvort að þetta marki kaflaskil í EES-samstarfinu segir Þorgerður þetta undirstrika óvissu og óöryggi í alþjóðamálum. „Ekki bara þegar það kemur að stríði víða um heim heldur ekki síður þessa óvissu varðandi viðskipti. Fyrir okkur, þjóð sem stólar á það að hafa greiðan aðgang að mörkuðum að þá er þetta ekki jákvæð þróun í heimsmálum. Varðandi EES-samninginn, það sem við getum gert er einmitt þetta að fylgja eftir samningnum sem slíkum. Standa líka við okkar skuldbindingar og sýna að okkur sé alvara að gera það sem til okkar sviðs heyrir. Til að mynda að klára bókun 35. Að vera ekki að voma yfir því heldur sýna það að okkur sjálfum sé alvara að gera það sem þarf til að uppfylla EES samninginn.“ Þorgerður segir Evrópusambandið íhuga verndartolla vegna slæmrar stöðu á markaði fyrir kísiljárn. „Þetta er ekki út af Bandaríkjunum eins og sumir halda fram. Þessi staða kemur upp því það eru ýmis asíuríki eins og Kína, Kasakstan og Indland sem eru með offramleiðslu og eru að undirbjóða þessar vörur inn á markað ESB. Við höldum uppi skýrt þessum sjónarmiðum að við teljum þetta ekki eiga við íslenskar eða norskar afurðir.“ Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi. Þeir munu taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Forstjóri Elkem á Grundartanga sem er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi sagði í kvöldfréttum í gær að samkeppnishæfni fyrirtækisins verði þurrkuð út verði tollarnir að veruleika. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir allt kapp lagt á að koma í veg fyrir tolla með virku samtali við ESB og samstarfi við Norðmenn. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar og verið skýr að ef það verði gripið til verndarráðstafana af hálfu ESB þá eigi það ekki að ná til íslenskra útflytjenda . Við Íslendingar erum þátttakendur á innri markaðnum og það er að okkar mati mikilvægt að það verði ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað ESB. Þessar vörur sem við erum að senda eru mikilvægar fyrir framleiðslu sem á sér stað innan Evrópusambandsins.“ Þorgerður vísar orðum Guðlaugs á bug Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í kvöldfréttum í gær að ekki hafi verið minnst einu orði á mögulega tolla á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í kjölfar heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB hér á landi á dögunum. Þorgerður vísar því alfarið á bug. „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.vísir/ívar „Það sem ég sagði var að það er viðkvæm staða í viðskiptamálum á milli ESB og Íslands og það væru fundir núna á næstunni vegna þessa og að við myndum að sjálfsögðu fara betur yfir þetta. Það kemur á óvart að heyra þetta frá fólki sem bað um fundinn og mætti síðan ekki á fundinn,“ segir hún og vísar þar með til orða Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Guðlaugur Þór mætti á fundinn í stað Diljár. Trúnaðarmál sem hafi nýlega komið raunverulega til umræðu Málið hefur verið á borði utanríkisráðuneytisins með einum eða öðrum hætti frá því í desember en Þorgerður áréttar að áform ESB um verndartollanna hafi ekki orðið formleg fyrr en fyrir skömmu. Guðlaugur gagnrýndi það í gær að stjórnarandstaðan hafi fyrst fengið veður af málinu líkt og þjóðin í gegnum fjölmiðla í Noregi á föstudaginn. „Þetta er ekki formlega tekið fyrir fyrr en núna nýlega. Ég á samtal við viðskiptastjóra Evrópusambandsins 10. júlí og þar er sérstaklega beðið um trúnað á upplýsingum því þetta snertir auðvitað fyrirtæki sem er á markaði og allir sem hafa einhvern skilning á því átta sig á afhverju.“ Yfirvofandi tollar hafi einnig verið til umræðu á fundi Þorgerðar og forsætisráðherra með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á dögunum. „Við fórum mjög skilmerkilega yfir þetta og það leiddi af sér strax í kjölfarið til fundar með framkvæmdastjórninni á miðvikudegi og síðan með sameiginlegu EFTA og ESB nefndinni og þar var fundur á fimmtudaginn. Þegar stjórnarandstaðan var að finna Ursulu von der Leyen allt til foráttu þá benti ég á að þetta væri meðal annars afrakstur heimsóknarinnar að við gætum fengið fleiri tækifæri til að halda uppi mjög skýrum sjónarmiðum Íslands.“ Undirstrikar óvissu og óöryggi í alþjóðamálum Hugsanlegir verndartollar ESB byggjast á undanþáguákvæði í EES-samningnum sem til að mynda nýtt þegar að Ísland beitti gjaldeyrishöftum gegn Evrópusambandinu. Það hefur ekki verið nýtt af hálfu ESB áður að sögn sérfræðings í Evrópurétti. Spurð hvort að þetta marki kaflaskil í EES-samstarfinu segir Þorgerður þetta undirstrika óvissu og óöryggi í alþjóðamálum. „Ekki bara þegar það kemur að stríði víða um heim heldur ekki síður þessa óvissu varðandi viðskipti. Fyrir okkur, þjóð sem stólar á það að hafa greiðan aðgang að mörkuðum að þá er þetta ekki jákvæð þróun í heimsmálum. Varðandi EES-samninginn, það sem við getum gert er einmitt þetta að fylgja eftir samningnum sem slíkum. Standa líka við okkar skuldbindingar og sýna að okkur sé alvara að gera það sem til okkar sviðs heyrir. Til að mynda að klára bókun 35. Að vera ekki að voma yfir því heldur sýna það að okkur sjálfum sé alvara að gera það sem þarf til að uppfylla EES samninginn.“ Þorgerður segir Evrópusambandið íhuga verndartolla vegna slæmrar stöðu á markaði fyrir kísiljárn. „Þetta er ekki út af Bandaríkjunum eins og sumir halda fram. Þessi staða kemur upp því það eru ýmis asíuríki eins og Kína, Kasakstan og Indland sem eru með offramleiðslu og eru að undirbjóða þessar vörur inn á markað ESB. Við höldum uppi skýrt þessum sjónarmiðum að við teljum þetta ekki eiga við íslenskar eða norskar afurðir.“
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira