Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2025 18:36 Það fer tvennum sögum um hvort tollarnir hafi verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar. Vilhelm/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“ Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“
Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent