Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 10:13 Fulltrúi Repúblikanaflokksins fylgist með talningu atkvæða í Detroit í Michigan. Biden fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en Trump í Wayne-sýslu. AP/David Goldman Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01