Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 09:06 Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ekki sýnt mikilvægum aukakosningum í Georgíu mikinn áhuga. AP/Evan Vucci Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni. Baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Mike Pence varaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa sett stefnuna á Georgíu og ætla að ræða við kjósendur. Þá hafa bakhjarlar bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins dælt peningum í kosningabaráttuna. Samkvæmt frétt Politico hefur Trump þó ekki sýnt þessum kosningum í Georgíu áhuga. Fyrir utan nokkur tíst um meint kosningasvindl hefur hann ekki minnst á ríkið. Kosningarnar munu fara fram þann 5. janúar. Þær verða haldnar þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða í kosningunum í síðustu viku. Báðir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíu eru Repúblikanar. Þau heita David Perdue og Kelly Loeffler og hafa verið mjög gagnrýnin á það hvernig kosningarnar fóru fram í Georgíu. Embættismenn segja þó gagnrýni þeirra ekki réttmæta. Sjá einnig: Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Demókratarnir Raphael Warnock og Jon Ossoff fara gegn þeim. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. „Nokkrir hafa sagt honum að það sé mjög mikilvægt að Loeffler og Perdue vinni því þau muni hjálpa við að halda arfleið hans gangandi. Við höfum bent honum á að Repúblikanar tóku arfleið Obama hægt og rólega í sundur meðan við höfum stjórnað öldungadeildinni og nái Demókratar tökum þar muni þeir gera það sama við Trump,“ sagði einn heimildarmaður Politico sem er sagður náinn Trump. Hann bætti við að ásakanir Trump um kosningsvindl væru að koma niður á trúverðugleika hans. Sjá einnig: Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Auk þess að hafa sýnt kosningabaráttunni í Georgíu lítinn áhuga, virðist Trump ekki sýna starfi sínu mikinn áhuga þessa dagana. Hann hefur einungis einu sinni sést opinberlega undanfarna viku. Það var um helgina þegar hann tók þátt í athöfn í kirkjugarði hermanna í Arlington. Þá sagði hann ekki orð við almenning eða fjölmiðla. Óljóst er hvenær hann mun næst koma fram opinberlega. Washington Post bendir á að sex bandarískir hermenn við friðargæslu hafi dáið í þyrluslysi í Egyptalandi í gær. Óveðrið Eta hafa náð landi í Flórída og að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hafi náð hámarki í Bandaríkjunum og valdið lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þrátt fyrir það hefur Trump varið mest öllum sínum tíma einn í Hvíta húsinu þar sem hann hefur tíst ósönnuðum fullyrðingum og áróðri um kosningarnar og gagnrýni á Fox News. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni. Baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Mike Pence varaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa sett stefnuna á Georgíu og ætla að ræða við kjósendur. Þá hafa bakhjarlar bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins dælt peningum í kosningabaráttuna. Samkvæmt frétt Politico hefur Trump þó ekki sýnt þessum kosningum í Georgíu áhuga. Fyrir utan nokkur tíst um meint kosningasvindl hefur hann ekki minnst á ríkið. Kosningarnar munu fara fram þann 5. janúar. Þær verða haldnar þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða í kosningunum í síðustu viku. Báðir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíu eru Repúblikanar. Þau heita David Perdue og Kelly Loeffler og hafa verið mjög gagnrýnin á það hvernig kosningarnar fóru fram í Georgíu. Embættismenn segja þó gagnrýni þeirra ekki réttmæta. Sjá einnig: Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Demókratarnir Raphael Warnock og Jon Ossoff fara gegn þeim. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. „Nokkrir hafa sagt honum að það sé mjög mikilvægt að Loeffler og Perdue vinni því þau muni hjálpa við að halda arfleið hans gangandi. Við höfum bent honum á að Repúblikanar tóku arfleið Obama hægt og rólega í sundur meðan við höfum stjórnað öldungadeildinni og nái Demókratar tökum þar muni þeir gera það sama við Trump,“ sagði einn heimildarmaður Politico sem er sagður náinn Trump. Hann bætti við að ásakanir Trump um kosningsvindl væru að koma niður á trúverðugleika hans. Sjá einnig: Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Auk þess að hafa sýnt kosningabaráttunni í Georgíu lítinn áhuga, virðist Trump ekki sýna starfi sínu mikinn áhuga þessa dagana. Hann hefur einungis einu sinni sést opinberlega undanfarna viku. Það var um helgina þegar hann tók þátt í athöfn í kirkjugarði hermanna í Arlington. Þá sagði hann ekki orð við almenning eða fjölmiðla. Óljóst er hvenær hann mun næst koma fram opinberlega. Washington Post bendir á að sex bandarískir hermenn við friðargæslu hafi dáið í þyrluslysi í Egyptalandi í gær. Óveðrið Eta hafa náð landi í Flórída og að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hafi náð hámarki í Bandaríkjunum og valdið lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þrátt fyrir það hefur Trump varið mest öllum sínum tíma einn í Hvíta húsinu þar sem hann hefur tíst ósönnuðum fullyrðingum og áróðri um kosningarnar og gagnrýni á Fox News.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22
Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59
Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01