Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 23:53 Trump forseti hefur þagað þunnu hljóði um mikinn vöxt í kórónuveirufaraldrinum undanfarna daga. Þess í stað tístir hann af miklum móð um að kosningasigur hafi verið hafður af honum og bölsótast út í Fox-sjónvarpsstöðina. AP/Andrew Harnik Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira