Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 12:59 Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. AP/Evan Vucci Framboð Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum sent fjölda tölvupósta og skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Það er þó útlit fyrir að lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. Smáa letur síðunnar þar sem fólk veitir fé til Trumps segir, samkvæmt frétt Reuters, að stór hluti þess fjár sem stuðningsmenn hans senda, fari til pólitískrar aðgerðanefndar sem stofnuð var á mánudaginn og heitir Save America. Annar hluti fer til Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Samkvæmt kosningalögum geta bæði sjóðurinn og landsnefndin varið peningunum eins og þeim sýnist. Aðgerðanefndin fær 60 prósent og landsnefndin 40 prósent af öllum fjárframlögum undir átta þúsund dölum. Aðgerðanefndir sem þessar eru iðulega stofnaðar af stjórnmálamönnum og öðrum sem koma að pólitík í Bandaríkjunum til að veita peningum til annarra frambjóðenda og jafnvel greiða eigin kostnað eins og ferðakostnað og hótelreikninga. Peningurinn sem á að fara í lagabaráttuna gæti því allt eins endað í sjóðum annarra stjórnmálamanna. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. Í einrúmi segja háttsettir Repúblikanar að eina markmiðið sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trumps og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Lögmenn framboðs Trumps fóru til að mynda fyrir dómara í Michigan í gær og kröfðust þess að embættismönnum þar yrði meinað að staðfesta niðurstöður kosninganna. Joe Biden leiðir Trump nú í ríkinu með um 148 þúsund atkvæðum. Framboð Trumps hafði, samkvæmt Washington Post, lofað „sláandi“ sönnunargögnum fyrir kosningasvindli í gögnum málsins. Þess í stað lögðu þeir fram 238 blaðsíður af eiðsvörnum yfirlýsingum eftirlitsaðila sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum. Kvarta yfir framkomu Yfirlýsingarnar sneru nánast alfarið að ásökunum sem búið er að hrekja og jafnvel að því að eftirlitsmönnum flokksins fannst komið dónalega fram við sig. Þar að auki snúa kvartanirnar eingöngu að nokkur hundruð kjörseðlum í mesta lagi. Þá sneru nánast allar kvartanirnar að talningu og starfsmönnum kjörstjórnar í Detroit, þar sem flestir kjósendur eru þeldökkir. Einn eftirlitsaðili Repúblikanaflokksins skrifaði eiðsvarna yfirlýsingu um að maður af „ógnandi stærð“ hefði verið of nálægt sér. Annar sagði að kallkerfi sem talningafólk notaði til að gefa út tilkynningar hefði gert honum erfitt fyrir að einbeita sér. Einn til viðbótar sagðist hafa séð að kjörseðlar hermanna hefðu verið merktir Joe Biden. Hann hefði heyrt að hermenn væru íhaldssamir og þótti honum það því undarlegt. Nokkrir kvörtuðu yfir því að starfsmenn kjörstjórna hefðu verið klæddir fötum merktum Black Lives Matter hreyfingunni. Ein kona kvartaði þar að auki yfir því að hafa verið kölluð „Karen“. Detroit Free Press segir frá tveimur Repbúlikönum og lögmönnum sem vildu fylgjast með talningunni. Þeim var báðum meinaður aðgangur af lögregluþjónum sem sögðu aðstöðuna fulla. Einn þeirra, James Frego, setti fótinn fyrir hurðina svo lögregluþjónar gátu ekki lokað dyrunum. Hann sagðist ekki ætla að færa fótinn fyrr en lögregluþjónarnir segðu honum nákvæmlega hve margir væru að fylgjast með talningunni. Hann var að endingu handtekinn fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Frego kvartaði og er sú kvörtun meðal þeirra eiðsvörnu yfirlýsinga sem nefndar eru hér að ofan. Eftirlitsaðilarnir voru skipaðir af Repbúlikanaflokknum og fengu litla sem enga þjálfun varðandi þá ferla sem talning atkvæða felur í sér. Einn viðmælandi Washington Post sagði að sú þjálfun hefði tekið um tuttugu mínútur. Trump-liðum vegnar ekki vel fyrir dómi Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála á undanförnum dögum í Michigan, Pennsylvaníu, Nevada, Georgíu og Arizona. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur það lítinn árangur borið. Eitt mál hefur unnist í Fíladelfíu þar sem dómari leyfði eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins að standa nær fólki sem telur atkvæði. Í einu þeirra mála spurði dómari einn af lögmönnum framboðs Trumps berum orðum hvort hann hefði fundið einhvers konar sannanir fyrir kosningasvindli. Svarið var nei. Samkvæmt AP virðist sem að kvörtunum Trump-liða hafi verið hent saman á skömmum tíma og innihalda þær stafsetningar- og innsláttarvillur. Dómarar hafa hingað til sýnt þessum málum mikla tortryggni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Framboð Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum sent fjölda tölvupósta og skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Það er þó útlit fyrir að lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. Smáa letur síðunnar þar sem fólk veitir fé til Trumps segir, samkvæmt frétt Reuters, að stór hluti þess fjár sem stuðningsmenn hans senda, fari til pólitískrar aðgerðanefndar sem stofnuð var á mánudaginn og heitir Save America. Annar hluti fer til Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Samkvæmt kosningalögum geta bæði sjóðurinn og landsnefndin varið peningunum eins og þeim sýnist. Aðgerðanefndin fær 60 prósent og landsnefndin 40 prósent af öllum fjárframlögum undir átta þúsund dölum. Aðgerðanefndir sem þessar eru iðulega stofnaðar af stjórnmálamönnum og öðrum sem koma að pólitík í Bandaríkjunum til að veita peningum til annarra frambjóðenda og jafnvel greiða eigin kostnað eins og ferðakostnað og hótelreikninga. Peningurinn sem á að fara í lagabaráttuna gæti því allt eins endað í sjóðum annarra stjórnmálamanna. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. Í einrúmi segja háttsettir Repúblikanar að eina markmiðið sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trumps og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Lögmenn framboðs Trumps fóru til að mynda fyrir dómara í Michigan í gær og kröfðust þess að embættismönnum þar yrði meinað að staðfesta niðurstöður kosninganna. Joe Biden leiðir Trump nú í ríkinu með um 148 þúsund atkvæðum. Framboð Trumps hafði, samkvæmt Washington Post, lofað „sláandi“ sönnunargögnum fyrir kosningasvindli í gögnum málsins. Þess í stað lögðu þeir fram 238 blaðsíður af eiðsvörnum yfirlýsingum eftirlitsaðila sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum. Kvarta yfir framkomu Yfirlýsingarnar sneru nánast alfarið að ásökunum sem búið er að hrekja og jafnvel að því að eftirlitsmönnum flokksins fannst komið dónalega fram við sig. Þar að auki snúa kvartanirnar eingöngu að nokkur hundruð kjörseðlum í mesta lagi. Þá sneru nánast allar kvartanirnar að talningu og starfsmönnum kjörstjórnar í Detroit, þar sem flestir kjósendur eru þeldökkir. Einn eftirlitsaðili Repúblikanaflokksins skrifaði eiðsvarna yfirlýsingu um að maður af „ógnandi stærð“ hefði verið of nálægt sér. Annar sagði að kallkerfi sem talningafólk notaði til að gefa út tilkynningar hefði gert honum erfitt fyrir að einbeita sér. Einn til viðbótar sagðist hafa séð að kjörseðlar hermanna hefðu verið merktir Joe Biden. Hann hefði heyrt að hermenn væru íhaldssamir og þótti honum það því undarlegt. Nokkrir kvörtuðu yfir því að starfsmenn kjörstjórna hefðu verið klæddir fötum merktum Black Lives Matter hreyfingunni. Ein kona kvartaði þar að auki yfir því að hafa verið kölluð „Karen“. Detroit Free Press segir frá tveimur Repbúlikönum og lögmönnum sem vildu fylgjast með talningunni. Þeim var báðum meinaður aðgangur af lögregluþjónum sem sögðu aðstöðuna fulla. Einn þeirra, James Frego, setti fótinn fyrir hurðina svo lögregluþjónar gátu ekki lokað dyrunum. Hann sagðist ekki ætla að færa fótinn fyrr en lögregluþjónarnir segðu honum nákvæmlega hve margir væru að fylgjast með talningunni. Hann var að endingu handtekinn fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Frego kvartaði og er sú kvörtun meðal þeirra eiðsvörnu yfirlýsinga sem nefndar eru hér að ofan. Eftirlitsaðilarnir voru skipaðir af Repbúlikanaflokknum og fengu litla sem enga þjálfun varðandi þá ferla sem talning atkvæða felur í sér. Einn viðmælandi Washington Post sagði að sú þjálfun hefði tekið um tuttugu mínútur. Trump-liðum vegnar ekki vel fyrir dómi Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála á undanförnum dögum í Michigan, Pennsylvaníu, Nevada, Georgíu og Arizona. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur það lítinn árangur borið. Eitt mál hefur unnist í Fíladelfíu þar sem dómari leyfði eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins að standa nær fólki sem telur atkvæði. Í einu þeirra mála spurði dómari einn af lögmönnum framboðs Trumps berum orðum hvort hann hefði fundið einhvers konar sannanir fyrir kosningasvindli. Svarið var nei. Samkvæmt AP virðist sem að kvörtunum Trump-liða hafi verið hent saman á skömmum tíma og innihalda þær stafsetningar- og innsláttarvillur. Dómarar hafa hingað til sýnt þessum málum mikla tortryggni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46