Telja líklegt að Trump bjóði sig fram 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt elsta syni sínum, Donald Trump Jr. Feðgarnir hafa báðir verið orðaðir við forsetaframboð árið 2024, sá eldri að því gefnu að hann tapi kosningunum nú. Vísir/getty Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41
Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30