Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent