Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2020 11:37 Stuðningsmenn Trump við mótmæli fyrir utan þar sem verið var að telja kjörseðla í Las Vegas. AP/John Locher Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. Breytingar fylgis frambjóðenanna þótti til marks um gífurlega spillingu og bellibrögð Demókrata sem voru jafnvel sakaðir um að framleiða atkvæði í skjóli nætur. Ásakanir um spillingu og kosningasvik fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Meðal annars má nefna færslur um að í Wisconsin væru atkvæðin orðin fleiri en skráðir kjósendur. Þar höfðu óprúttnir netverjar sett talin atkvæði í þessum kosningum í samræmi við skráða kjósendur í kosningunum 2018. Trump sjálfur, og aðrir, héldu því fram að Biden hefði fengið hundrað prósent af vel yfir hundrað þúsund atkvæðum í Michigan. Uppruni þeirra ásakana virðist eiga rætur í innsláttarvillu. Höfundur upprunalega tístsins eyddi því en ósannindin voru þegar í mikilli dreifingu meðal stuðningsmanna Trump. „Þeir eru að finna Biden atkvæði út um allt. Í Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan. Svo slæmt fyrir landið okkar!“ sagði Trump á Twitter. Framboð hans höfðaði svo mál í öllum ríkjunum og segir AP fréttaveitan að þar sé um að ræða undirbúning fyrir áætlanir Trump um að að draga úrslit kosninganna í efa. They are finding Biden votes all over the place in Pennsylvania, Wisconsin, and Michigan. So bad for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Hið rétta er þó að það er alvanalegt að telja atkvæði í nokkra daga og jafnvel vikur eftir kosningar í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur gert það erfiðara og víða eru reglur um að kjörstjórnir megi ekki byrja að telja atkvæði fyrr en á sjálfan kjördag. Það hefur lengi legið fyrir að kjósendur Demókrataflokksins og Joe Biden, hafa verið líklegri til að nýta sér póstatkvæði en kjósendur Donald Trump, sem hefur gagnrýnt notkun slíkra kjörseðla harðlega á undanförnum mánuðum. AP segir einnig að sérfræðingar hafi greint mikla aukningu í svokallaðri upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum í kjölfar yfirlýsinga Trump um svik og pretti. Á Twitter var ásökunum um kosningastuld dreift minnst 221 þúsund sinnum á kjördag. Það var gert tíu þúsund sinnum á mánudeginum. Myllumerkjum eins og #StopTheSteal var dreift nærri því 120 þúsund sinum á kjördag og oftast í tengslum við Pennsylvaníu og Philadelphia. Eric Trump, sonur forsetans, dreifði myndbandi sem átti að sýna einhvern brenna kjörseðla. Þar var um að ræða sviðsett myndband af aðila sem var að brenna sýnishorn af kjörseðlum. Ekki raunverulega kjörseðla. Eric staðhæfði einnig á samfélagsmiðlum að faðir hans hefði unnið í Pennsylvaníu og tók Kayleigh McEnany, talskona Hvíta hússins, undir það. Þá hafði enginn formlegur aðili eða fjölmiðill komist að þeirri niðurstöðu. Starfsmenn Facebook og Twitter hafa reynt að draga úr útbreiðslu þessa áróðurs en það hefur ekki borið árangur. Dreifing þessara ásakana er mikil. Samhliða þessum áróðri hefur framboð Trump sent skilaboð til minnst níu milljóna Bandaríkjamanna þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum og er fólkið beðið um að gefa framboðinu peninga svo hægt sé að verjast þessum „þjófnaði“. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem segir að samtök sem styðji við bakið á Trump hafi sömuleiðis sent mikinn fjölda sambærilegra smáskilaboða og þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump á þingi, hafi gert það einnig. The video was shot by Kellye SoRelle a Texas attorney and member of Lawyers for Trump. I m hoping she s a better lawyer than she is a detective.— Ross Jones (@rossjonesWXYZ) November 5, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. Breytingar fylgis frambjóðenanna þótti til marks um gífurlega spillingu og bellibrögð Demókrata sem voru jafnvel sakaðir um að framleiða atkvæði í skjóli nætur. Ásakanir um spillingu og kosningasvik fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Meðal annars má nefna færslur um að í Wisconsin væru atkvæðin orðin fleiri en skráðir kjósendur. Þar höfðu óprúttnir netverjar sett talin atkvæði í þessum kosningum í samræmi við skráða kjósendur í kosningunum 2018. Trump sjálfur, og aðrir, héldu því fram að Biden hefði fengið hundrað prósent af vel yfir hundrað þúsund atkvæðum í Michigan. Uppruni þeirra ásakana virðist eiga rætur í innsláttarvillu. Höfundur upprunalega tístsins eyddi því en ósannindin voru þegar í mikilli dreifingu meðal stuðningsmanna Trump. „Þeir eru að finna Biden atkvæði út um allt. Í Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan. Svo slæmt fyrir landið okkar!“ sagði Trump á Twitter. Framboð hans höfðaði svo mál í öllum ríkjunum og segir AP fréttaveitan að þar sé um að ræða undirbúning fyrir áætlanir Trump um að að draga úrslit kosninganna í efa. They are finding Biden votes all over the place in Pennsylvania, Wisconsin, and Michigan. So bad for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Hið rétta er þó að það er alvanalegt að telja atkvæði í nokkra daga og jafnvel vikur eftir kosningar í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur gert það erfiðara og víða eru reglur um að kjörstjórnir megi ekki byrja að telja atkvæði fyrr en á sjálfan kjördag. Það hefur lengi legið fyrir að kjósendur Demókrataflokksins og Joe Biden, hafa verið líklegri til að nýta sér póstatkvæði en kjósendur Donald Trump, sem hefur gagnrýnt notkun slíkra kjörseðla harðlega á undanförnum mánuðum. AP segir einnig að sérfræðingar hafi greint mikla aukningu í svokallaðri upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum í kjölfar yfirlýsinga Trump um svik og pretti. Á Twitter var ásökunum um kosningastuld dreift minnst 221 þúsund sinnum á kjördag. Það var gert tíu þúsund sinnum á mánudeginum. Myllumerkjum eins og #StopTheSteal var dreift nærri því 120 þúsund sinum á kjördag og oftast í tengslum við Pennsylvaníu og Philadelphia. Eric Trump, sonur forsetans, dreifði myndbandi sem átti að sýna einhvern brenna kjörseðla. Þar var um að ræða sviðsett myndband af aðila sem var að brenna sýnishorn af kjörseðlum. Ekki raunverulega kjörseðla. Eric staðhæfði einnig á samfélagsmiðlum að faðir hans hefði unnið í Pennsylvaníu og tók Kayleigh McEnany, talskona Hvíta hússins, undir það. Þá hafði enginn formlegur aðili eða fjölmiðill komist að þeirri niðurstöðu. Starfsmenn Facebook og Twitter hafa reynt að draga úr útbreiðslu þessa áróðurs en það hefur ekki borið árangur. Dreifing þessara ásakana er mikil. Samhliða þessum áróðri hefur framboð Trump sent skilaboð til minnst níu milljóna Bandaríkjamanna þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum og er fólkið beðið um að gefa framboðinu peninga svo hægt sé að verjast þessum „þjófnaði“. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem segir að samtök sem styðji við bakið á Trump hafi sömuleiðis sent mikinn fjölda sambærilegra smáskilaboða og þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump á þingi, hafi gert það einnig. The video was shot by Kellye SoRelle a Texas attorney and member of Lawyers for Trump. I m hoping she s a better lawyer than she is a detective.— Ross Jones (@rossjonesWXYZ) November 5, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56
Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47
„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44