Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 06:56 Fólk kom saman á McPherson-torgi í Washington-borg í gær og hvatti þar til þess að öll atkvæði yrðu talin í kosningunum. Trump vill aftur á móti að talningu atkvæða verði hætt í Pennsylvaníu þar sem Biden hefur saxað mjög á forskot hans eftir að farið var að telja utankjörfundar- og póstatkvæði. Getty/Yegor Aleye Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira