Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 20:24 Úrslit munu varla liggja fyrir í kvöld, þar sem Biden þarf að sigra í Nevada til að komast í Hvíta húsið og þar verður ekkert gefið upp um ótalin atkvæði fyrr en á morgun. epa/Justin Lane Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira