Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2020 12:28 Trump er nú með forskot í nokkrum ríkjum en Biden gæti vel náð yfirhöndinni. Vísir Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44