Þarf að hlusta vel og spyrja mikið Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 13:00 Hákon Daði Styrmisson er í landsliðinu sem mætir Litáen í kvöld. stöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld
Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20