Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. nóvember 2020 07:27 Kjörstaðir opna á mismunandi tímum í Bandaríkjunum en nú þegar hafa íbúar í smábænum í Dixville Notch í New Hamsphire kosið. Getty/Gabrielle Lurie Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30