Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. nóvember 2020 07:27 Kjörstaðir opna á mismunandi tímum í Bandaríkjunum en nú þegar hafa íbúar í smábænum í Dixville Notch í New Hamsphire kosið. Getty/Gabrielle Lurie Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30