Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 08:23 Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira