Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 08:44 Viðskiptavinur skoðar jólaskraut í einni af verslunum Marks og Spencer í London fyrr í mánuðinum. Getty/Leon Neal Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira