Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 08:44 Viðskiptavinur skoðar jólaskraut í einni af verslunum Marks og Spencer í London fyrr í mánuðinum. Getty/Leon Neal Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira