Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 08:44 Viðskiptavinur skoðar jólaskraut í einni af verslunum Marks og Spencer í London fyrr í mánuðinum. Getty/Leon Neal Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að seinni bylgja faraldursins sem nú er í gangi í landinu geti varað allt fram í mars. Almenningur eigi að búa sig undir að fjöldi nýgreindra með Covid-19 verði enn mikill sem og fjöldi þeirra sem deyja vegna sjúkdómsins. Þess vegna verði venjulegt jólahald ekki mögulegt. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nýjum tilfellum Covid-19 fer ört fjölgandi í Bretlandi sem og annars staðar í Evrópu. Þannig greindust rúmlega 24 þúsund með veiruna í landinu í gær og 310 manns létust vegna Covid-19. Þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar Imperial College til þess að um 100 þúsund manns smitist af kórónuveirunni á degi hverjum í Bretlandi. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að eitthvað verði að breytast í aðgerðum yfirvalda enda sú nú krítískur tími í faraldrinum í landinu. Þrýstingurinn á Boris Johnson, forsætisráðherra, að útvíkka til alls landsins mesta hamlandi aðgerðirnar sem nú gilda aðeins fyrir ákveðin svæði eykst því dag frá degi. „Ég held að við þurfum að vera raunsæ með það að ef þróun faraldursins heldur svona áfram inn í desember þá getur ekkert okkar haldið jól í ár eins og við höfum verið vön. Það er því kannski rétt nálgun núna að sætta okkur við það. Þetta þýðir samt ekki að við getum ekki haldið jól,“ segir dómsmálaráðherrann og bætir við að stórar fjölskyldusamkomur þar sem fólk kæmi víða að yrðu þá kannski ekki mögulegar. Það er ekki aðeins í Bretlandi þar sem faraldurinn er í uppsveiflu heldur einnig víða annars staðar í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Yfirvöld þar hafa því ákveðið herða aðgerðir til muna. Útgöngubann tók gildi í Frakklandi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar landsins að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi. Á mánudag taka svo hertar aðgerðir gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað til þess að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Frakkland Þýskaland Jól Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira