„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 07:51 Trump á kosningafundinum í Michigan í gær. Getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira