„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 07:51 Trump á kosningafundinum í Michigan í gær. Getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira