Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. október 2020 07:40 Obama á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. Getty/Michael M. Santiago Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira