Biden sagði Trump fórna eldri borgurum í baráttunni við kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 06:51 Biden á kosningafundinum með eldri borgurum í Flórída í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira