Þegar lífið fer á hvolf Katrín Edda Snjólaugsdóttir skrifar 13. október 2020 15:00 Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar