Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 15:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í tvö löng símaviðtöl á Fox í gær og ummæli hans í þeim báðum hafa vakið mikla furðu. AP/Alex Brandon Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira