Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 23:25 Amy Coney Barrett verður tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna á morgun af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AP/Rachel Malehorn Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira